20.3.2009 | 14:35
Gegnum skugga til ljóssins.
Sjá nú erum við komin að lokum hins gamla tíma og upphafi hins nýja tíma.Guðsríki á jörðu,þar sem vilji Guðs ríkir.Ekki það að Guð sé harðstjóri,sem vilji kúga okkur undir vilja sinn,heldur hitt,að við erum á villigötum og stefnum í ófæru.Guðs vilji þarf að vera okkar vilji,því að það er hin rétta leið.Vilji Guðs er hamingjuleiðin,og því þurfum við að ganga hana.Hann hefir sett lífinu lögmál,sem leiða til gæfu,og Jesú Kristur hefir rutt okkur braut lífsins lögmáls.Við höfum frálsan vilja,en óskir okkar hafa verið á ýmsan hátt fánýtar og hafa leitt okkur á blindgötur.Við erum fyrst að sjá það núna,að ekki er allt með felldu hjá okkur.Forsjónin hefir leyft okkur öll þessi gönuskeið,svo við sæum að okkur og kæmum sjálfviljug á lífsbraut hennar.Þessa tíma sá Jesú fyrir,og hann harmaði það,hversu miklar þrengigar við yrðum að þola,áður en við áttuðum okkur á leiðinni til lífs og gæfu.Með lífi sínu og dauða opinberaði hann okkur þau lífssannindi,sem okkur var svo mikil þörf á.Það er erfitt að gera sér grein fyrir því svartnætti,sem ríkja mundi í heimi hér,hefði Jesú ekki komið til að benda okkur á lífsins veg.Við stöndum nú á þröskuldi hins nýja tíma.Heimurinn er grár fyrir járnum og við vitum ekki á þessari stundu hversu miklar hamfarir eiga eftir að ganga yfir,áður en Ríki Friðains er orðið að veruleika.En við væntum umskiptanna og tímanna tákn eru augljós.Það er ljósið í myrkrinu,sem gefur okkur styrk til að taka því sem að höndum ber.Eihi lífið að þróst til sannrar hamingju,þá eru þetta augljós lífssannindi.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Eygló Hjaltalín
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er ljós í myrkrinu, en við verðum að passa vel uppá að ekki slokkni á því.
Bestu kveðjur/ Jenni
Jens Sigurjónsson, 21.3.2009 kl. 20:35
þar er ég samála þér ,en það lifa því miður allt of margir í mirkrinu og sjá ekki ljósið,
kær kveðja Eygló.
Eygló Hjaltalín, 21.3.2009 kl. 20:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.