11.4.2009 | 18:49
Amma ég held að þú tapir miklu á því að vera kristin.
Mig langar til að deila með ykkur sögu er ég var að lesa.
Gömul kona í stórborg var á gönguferð með barnabarni sínu.Mörgum mætti hún,sem voru þurfandi,og ávalt lér hún eitthvað af hendi rakna.Litla stúlkan gat ekki orða bundist og sagði:amma,ég held að þú tapir miklu á því að vera kristin.Já,barnið mitt,svaraði sú aldna,hugaræsingurinn er farinn,einig dómsýkin og eftirsóknin í einskisverðar skemmtanir.ég er líka laus við öfund og eigingirni,sem oft eitruðu líf mitt.Gömlu konunni fannst þetta áreiðanlega góð skipti.Hún hafði eignast sálarfrið,rósemi og öryggi í stað alls þess,sem olli óró,áhyggjum og kvíða.
Þanig að það er ekki tap á því að vera kristin,heldur miklu fremur verðum við rík,eins og má sjá á sögu þessarri.Einig langar mig að deila þessu með ykkur.
Menn berjast um fegurstu staðina,rífa niður kofana og byggja hallir,rétt eins og þeir ætli að búa um eilífð hér á jörð.En hver sem vilji þeirra er,hverjir sem draumar þeirra eru,þá vakna þeir ávalt til þeirrar vitundar,fyrr en varir,að þeir eru hér aðeins gestir eina örskotsstund af eilífðinni.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Eygló Hjaltalín
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (25.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ÆÆ þarf maður að verða gamall til að fatta hvað Kristur Gerði fyrir okkur á Golgata?
Aðalbjörn Leifsson, 11.4.2009 kl. 21:04
Já, vegna þess að kristnir eru aldrei æstir, öfundsjúkir, eigingjarnir, dæma aldrei (haha!) og skemmta sér aldrei nema skemmtunin hafi "æðri tilgang"...?
Tinna Gunnarsdóttir Gígja, 13.4.2009 kl. 12:08
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.