18.3.2009 | 07:03
Kærleikur.
Þótt ég talaði tungum manna og engla,en hefði ekki kærleika,væri ég hljómandi málmur eða hvellandi bjalla.Og þótt ég hefði spádúmsgáfu og vissi alla leyndadúma od ætti alla þekking,og þótt ég hefði svo takmarkalausa trú,að færa mætti fjöll úr stað,en hefði ekki kærleika,væri ég ekki neitt.Og þótt ég deildi út öllum eigum mínum,og þótt ég framseldi líkama minn,til þess að verða brendur,en hefði ekki kærleika,væri ég engu betri,Kærleikurinn er langlindur,hann er góðviljaður.Kærleikurinn öfundar ekki.Kærleikurinn er ekki raupsamur,hrykir sér ekki upp.Hann hegðar sér ekki ósæmilega,leitar ekki síns eigin,hann reiðist ekki,er ekki langrækinn.Hann gleðst ekki yfir óréttvísinni,en samgleðst sannleikanum.Hann breiðir yfir allt,trúir öllu,vonar allt,umber allt.Kærleikurinn fellur aldrei úr gildi.En spádómsgáfur,þær munu líða undir lok,og tungur,þær munu þagna,og þekking,hún mun líða undir lok.Því að þekking vor er í molum og spádómur vor er í molum.En þegar hið fullkomna kemur,þá líður það lok,sem er í molum.Þegar ég er barn,talaði ég eins og barn.En þegar ég var fulltíða maður,lagði éh niður barnaskapinn.Nú sjáum vér svo sem í skuggsjá,í ráðgátu,en þá munum vér sjá augliti til auglitis.Nú er þekking mín í molum,en þá mun ég gjörþekkja,eins og ég er sjálfur gjörþekktur orðinn.En nú varir trú,von og kærleikur,þetta þrennt,en þeirra er kærleikurinn mestur.
Flokkur: Trúmál og siðferði | Facebook
Um bloggið
Eygló Hjaltalín
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (26.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.